Á laugardaginn fór fram golfmótið Ufsaskalli en þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Ufsaskalli er góðgerðarmót en ágóðinn af mótinu rennur til félagasamtaka í Eyjum og verður upplýst síðar hvaða félag nýtur góðs af mótinu í ár.