Í gær var mikil og góð kynning á Vestmannaeyjum í þýska útvarpsþættinum Der Tag. Þátturinn er mjög vinsæll á útvarpsstöðinni Hessische Randfunk í Suður Þýslandi en þátturinn er sendur út frá Frankfurt og hefur verið á dagskrá í 15 til 20 ár. Uwe Westphal er ekki bara þekktur í Þýskalandi heldur líka í Bretlandi, Ástralíu og víðar. Rætt var við Kristínu Jóhannsdóttur, menningarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar og nýjasta lag Dans á Rósum var leikið í kjölfarið.