„Fasteignamat ríkisins, FMR, ákvarðar fasteignamat allra eigna í landinu en matinu er ætlað að endurspegla markaðsvirði eigna. FMR tekur mið af markaðsvirði eigna og byggir mat sitt á söluverði fasteigna nokkur ár aftur í tímann og er þar byggt á þinglýstum kaupsamningum,“ sagði Páley Borg­þórsdóttir, formaður bæjarráðs, en fast­eignamat hækkaði mest í Vest­mannaeyjum á öllu landinu.