KFS lagði Létti að velli í gær en lokatölur urðu 3:0. Með sigrinum komust Eyjamenn á toppinn í A-riðli 3. deildar en KFS var fyrir tímabilið spáð 7. og næst neðsta sæti riðilsins á vefnum Fótbolti.net. Sú spá hefur greinilega ekki gert annað en að herða leikmenn KFS.