Fjórtán ára piltur hefur játað fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreið við Skvísusund í Vestmanneyjum í nótt. Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út um klukkan hálf þrjú, stóðu þá logarnir út úr bifreiðinni þannig að nálægt hús var í hættu.