Karlalið ÍBV tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum í kvöld klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Höttur leikur í 1. deild og flestir á því að Eyjamenn eigi að vinna leikinn en allt getur gerst í bikarkeppninni. Höttur er sem stendur í 6. sæti 1. deildarinnar, á meðan ÍBV er í því 8. í efstu deild og því munar í raun og veru aðeins tíu sætum á liðunum tveimur. Munurinn er ekki meiri en það.