Umferðarslys varð um fjögur í dag í Vestmannaeyjum þegar ökumaður bifhjóls ók framan á bíl. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum slasaðist ökumaður vélhjólsins nokkuð og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Atvikið átti sér stað á Tangargötu en ekki er ljóst hver tildrög slyssins voru. Lögreglan er enn á vettvangi.