Hótel Eyjar, gamla Drífandahúsið, sem brann í lok nóvember hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu vikur og er einkar ánægjulegt þar sem húsið setur mikinn svip á miðbæinn. Eymundson er þegar komið inn með rekstur á neðstu hæðinni og nánast þrekvirki hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu hússins en Hótel Eyjar tekur svo á móti fyrstu gestum sumarsins á næstu dögum.