Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum (VSV) samþykkti í gær að:
• segja upp allri áhöfn Gandí VE-171 eða alls 30 manns. Gandí verður lagt að lokinni makrílvertíð í ár og skipið auglýst til sölu.
• segja upp 11 manns í landvinnslu VSV í Eyjum.
• segja upp gildandi samningum VSV um viðskipti og þjónustu af ýmsu tagi með endurskoðun til sparnaðar í huga.