Klukkan 12 í dag voru 260 búnir að kjósa í forsetakosningunum í Vestmannaeyjum. Það erum 8,3% þeirra sem eru á kjörskrá en samkvæmt því sem fram kom í vikublaðinu Fréttum, voru um 200 manns búnir að kjósa utan kjörfundar á miðvikudag. Alls eru 3127 á kjörskrá í Vestmannaeyjum.