Rétt rúmlega tólf í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að smábátabryggjunni í Vestmannaeyjahöfn en mikinn reyk lagði frá litlum skemmtibáti. Báturinn heitir Ölduljón VE en þegar slökkviliðsmenn hugðust komast inn í bátinn, gusu eldtungurnar út á móti þeim, eins og sjá má á mynd og myndbandi sem fylgir fréttinni.