Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir að skuldsetning eignarhaldsfélagsins Seilar ehf., sem á 25 prósenta hlut í Vinnslustöðinni, sé það mikil að félagið þurfi að fá arð frá útgerðarfélaginu til að geta staðið í skilum.