Bjarný Þorvarðardóttir, dóttir Þorvarðar Þorvaldssonar og Guðrúnar Ragnarsdóttur, hefur ákveðið að hlaupa fyrir pabba sinn í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Þorvarður, eða Varði eins og pabbi hennar er alltaf kallaður, féll niður úr stiga og slasaðist mjög alvarlega á síðasta ári, er lamaður fyrir neðan háls en hefur síðan þá verið í endurhæfingu á Grensás.