Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands var júnímánuður hlýr um landið vestanvert en fremur kaldur austanlands. Mjög þurrt var á landinu, sérstaklega þó norðvestanlands þar sem mánuðurinn var sá þurrasti sem vitað er um. Sérlega sólríkt var um landið sunnan-, vestan- og norðanvert. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,7 stig, 1,7 stigi ofan meðallags og er þetta áttundi hlýjasti júnímánuður sem vitað er um i Reykjavík.