Karlalið ÍBV tekur í dag á móti KR í 8-lið úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvelli. Varla þarf að taka það fram að þetta er stórleikurinn í 8-liða úrslitum enda liðin í 1. og 4. sæti Pepsídeildarinnar. ÍBV verður væntanlega án fjögurra sterkra leikmanna en þeir Brynjar Gauti Guðjónsson og George Baldock taka báðir út leikbann og þeir Christian Olsen og Tonny Mawejje eru báðir meiddir.