Veðurblíðan hefur ekki bara glatt landkrabbana. Sjómenn hafa líka notið góða veðursins og þegar tími gafst frá veiðum brugðu nokkrir úr áhöfninni á Guðmundi VE 29 á leik og stungu sér til sunds í Atlantshafið. Björn Guðjohnsen, vélstjóri skrifaði eftirfarandi texta á heimasíðu skipsins og myndirnar sem hér fylgja með tók Sölvi Harðarson.