Eins og kunnugt er, hefur Subway skyndibitakeðjan, keypt húsnæði verslunarinnar Jazz við Bárugötu. Talverðar breytingar þarf að gera á húsnæðinu til að það henti starfseminni og er unnið að þeim af miklum krafti. Að sögn Gunnars Skúla Guðjónssonar hjá Subway, er stefnt að opnun staðarins í lok júlí, líklega helgina 27.-29. júlí.