Fimmtudaginn 12. júlí, hófst sannkallað stórátak í kynningu innlendrar ferðaþjónustu. Verkefnið Ísland er með’etta er sameiginlegt verkefni allra markaðsstofa landsins, Ferðaþjónustu bænda, Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu en markmið þess er að hvetja Íslendinga til ferðalaga innanlands og kynna fyrir þeim allar þær stókostlegu upplifanir sem landið hefur upp á að bjóða.