Grasrótarhreyfing í Vestmannaeyjum og Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hafa tekið höndum saman og stofnað forvarnahóp ÍBV. Hópurinn mun standa fyrir sérstöku átaksverkefni gegn kynferðisofbeldi í aðdraganda Þjóðhátíðar og á hátíðinni sjálfri.