Lokadagur Meistaramóts Golfklúbbs Vestmannaeyja hefst núna laugardagsmorguninn þegar kylfingar hefja leik á síðasta keppnisdegi. Í Meistaraflokki er það vallarstjórinn sjálfur og margfaldur meistari hjá GV, Örlygur Helgi Grímsson sem leiðir keppnina en hinn ungi og efnilegi Hallgrímur Júlíusson fylgir fast á hæla hans, er aðeins tveimur höggum á eftir Örlygi en þessir tveir virðast ætla berjast um titilinn í ár.