Um klukkan hálf sex í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna elds í veiðarfærum inn á Eiði, norðan við Skipalyftuna. Um var að ræða veiðarfæri Ísfélags Vestmannaeyja en þegar að var komið, var mikill eldur og náðu eldtungurnar marga metra upp í loftið. Slökkvistarf tók nokkurn tíma enda bráðna veiðarfærin, sem eru að miklu leyti úr plasti þannig að erfitt getur verið að drepa í glóðum sem eru neðst í hrúgunni.