Handknattleiksráð ÍBV hefur náð samkomulagi við rúmensku skyttuna Simona Vitila um að leika á ný með liðinu. Simona lék með ÍBV síðast veturinn 2005 undir stjórn Alfreðs Finnssonar og fagnaði Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Þá var hún einnig valin leikmaður ársins á lokahófi HSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.