Einn stærsti viðburður á Goslokahátíðinni í síðustu viku var Skipalyftutorfæran sem haldin var austur á nýja hrauni. Torfærukeppni hafði ekki verið haldin í Vestmannaeyjum síðan 1984 en Björgunarfélag Vestmannaeyja og Torfæruklúbbur Suðurlands sáu um framkvæmd keppninnar í samstarfi við Skipalyftu Vestmannaeyja. Nú má sjá fjölda mynda og myndbönd frá keppninni hér að neðan.