ÍBV sækir Val heim í dag í 10. umferð Pepsídeildar kvenna í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Vodafonevellinum. Eyjastúlkur eru í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig, aðeins stigi á eftir Stjörnunni, sem er í öðru sæti og þremur stigum á eftir Þór/KA, sem er efst með 22 stig. ÍBV gæti því með sigri í kvöld, skotist á topp deildarinnar um stundarsakir í það minnsta því Stjarnan tekur á móti Þór/KA annað kvöld.