Nú styttist í annan endann í ferð Eyjakonunnar Sarah Hamilton en hún hjólar nú, ásamt systur sinni milli syðsta og nyrsta odda Bretlands. Þær systur eru nú staddar í bænum Inverness, í norðurhluta Skotlands og hjóluðu 118 km. í gær. Veðrið hefur verið þeim hagstætt en í gær voru þó stöku skúrir og sól þess á milli. Aðeins eru tveir dagar eftir af ferðinni en með ferðinni safna systurnar áheitum til styrktar rannsóknum á krabbameini í blöðruhálskirtli.