Karlalið ÍBV tekur á móti Selfossi í dag en leikur liðanna hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvellinum. Eyjamenn eiga harma að hefna enda höfðu Selfyssingar betur í fyrri viðureign liðanna, á Selfossvelli í 1. umferð Íslandsmótsins en Selfoss lagði ÍBV að velli 2:1. Það var klárlega lélegasti leikur ÍBV liðsins en að sama skapi líklega sá besti hjá Selfyssingum, sem hafa síðan þá aðeins unnið einn leik og gert tvö jafntefli.