Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tólf ára gamlan dreng til Vestmanneyja fyrr í dag. Neyðarkall barst klukkan rúmlega korter yfir fjögur í dag en koma þurfti drengnum á sjúkrahús í Reykjavík. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að ófært hafi verið fyrir sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna veðurs og skyggnis.