Verkefni Forvarnahóps ÍBV gengur vonum framar. Hópurinn fékk Evu Hrönn Guðnadóttur hjá Kríu hönnunarstofu til að hanna merki átaksins. Bolir verkefnisins voru frumsýndir á Facebook-síðu hópsins í gær og hafa viðtökur verið frábærar. Bolirnir eru væntanlegir til Eyja í lok vikunnar ásamt öðru sem hópurinn hefur látið sérútbúa fyrir verkefnið og verður áberandi inní Dal. Þar má nefna límmiða á tjöld, hálsbönd o.fl.