Gufan – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja hefur hafið prufuútsendingar á FM 104,7 Í Eyjum, útsendingar nást líka í Landeyjahöfn. Einnig má hlusta á netinu í gegnum síðuna http://www.gufan.is. Útsendingar hefjast formlega klukkan níu í fyrramálið, föstudaginn 26. júlí. Sem fyrr mun Gufan hita upp fyrir Þjóðhátíð í Eyjum með tónlist, fréttum og spjalli um allt sem viðkemur hátíðinni.