Ég er ekki alveg hlutlaus. Þessari grein verður að taka með þeim fyrirvara að ég er ekki hlutlaus sem starfsmaður ÍBV-íþróttafélags þegar ég fjalla um þjóðhátíð en ég ætla að gera það engu að síður segja aðeins skoðun mína á þjóðhátíð og um­ræðu um hana. Ég skil hvað fólk er að meina þegar það segir; -það er verið að skemma þjóðhátíðina okkar… en bíddu, er það málið? Förum aðeins yfir þessa hluti og höfum þetta alveg á hreinu og tökum þetta lið fyrir lið.