Íslenski vefurinn Guitarparty.com opnaði í dag fyrir prófanir á nýjum farsímavef sem ætlaður er fyrir söng- og gítaráhugafólk, p.guitarparty.com. GuitarParty hefur lengi boðið notendum upp á að búa til söngbækur til úprentunar, en hefur núna gengið skrefinu lengra og gert söngbækurnar rafrænar.