Á seinustu árum hefur rekstur Vestmannaeyjabæjar gengið vel. Íbúum hefur fjölgað, samgöngur hafa verið bættar, atvinnuleysi er hverfandi og þjónusta við íbúa hefur verið aukin. Á sama tíma hefur ekki eingöngu allra leiða verið leitað til að hagræða í rekstri heldur hefur tekjugrunnur verið að styrkjast vegna góðs gengis í sjávútvegi og ferðaþjónustu. Þessi árangur hefur nú búið til svigrúm til að hækka lægstu laun starfsmanna.