Sú stund þegar Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja frumfluttu þjóðhátíðarlagið 2012, Þar sem hjartað slær, líður þeim seint úr minni sem voru á staðnum. Flutningurinn einn og sér var hreint út sagt magnaður en þúsundir gesta stóðu á fætur í brekkunni og sungu hástöfum með. Þetta var klárlega einn af hápunktum hátíðarinnar í ár og ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig var að vera viðstaddur þennan frábæra flutning.