„Við höldum að það hafi verið 11.000 til 12.000 á svæðinu í gær. Við reiknum með að það verði um 14.000 hér í kvöld. Það munu líklega koma ríflega 2.000 manns í dag, Herjólfur er mjög ásettur og uppselt í fyrstu fjórar ferðir hans hingað í dag. Þá er einnig verið að fljúga,“ segir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar.