Undanfarin ár hefur Árni Johnsen leitt brekkusöng á Þjóðhátíð með tveimur tónlistarmönnum úr Eyjum. Nú var sá háttur hafður á að brekkusöngurinn var tvískiptur, Árni tók við af félögum sínum með þeim orðum að hann væri ein rödd brekkusöngsins. Orðrétt sagði Árni: „Það er gott að vera kominn, með einn gítar, eina rödd, eina rödd og mína rödd, það er ein rödd brekkusöngsins.“