Eins og vanalega kom mikill fjöldi fólks ofan af landi á þjóðhátíð. Langflestir komu sjóleiðina með Herjólfi en nokkur fjöldi kom einni flugleiðina en þrjú flugfélög flugu til Eyja um helgina. Flottasta innkoma í Dalinn áttu í það minnsta tveir aðilar sem stukku úr flugvél yfir Vestmannaeyjum og svifu inn í Herjólfsdal, þar sem þeir lentu við Hofið neðan við Fjósaklett. Myndband af athæfinu má sjá hér að neðan en í myndbandinu má sjá fjóra fullbúna stökkvara í vélinni en aðeins er vitað til þess að tveir þeirra hafi lent í Dalnum.