Enski miðjumaðurinn George Baldock mun ekki halda af landi brott í vikunni eins og upphaflega var áætlað, heldur mun hann spila með ÍBV út ágústmánuð. Þetta eru virkilega góð tíðindi fyrir ÍBV enda hefur þessi ungi leikmaður slegið í gegn í herbúðum ÍBV og verið einn sterkasti leikmaður liðsins í sumar.