ÍBV er komið í þriðja sæti Pepsídeildar kvenna en Eyjastelpur unnu í kvöld Aftureldingu í Eyjum. Leikurinn fór rólega af stað, ÍBV var lengst af 1:0 yfir en náðu að bæta öðru marki við fyrir leikhlé og voru því 2:0 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu Eyjastelpur svo við fjórum mörkum en Afturelding skoraði eitt og lokatölur því 6:1. ÍBV er nú aðeins stigi á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti en Þór/KA er í nokkuð þægilegri fjarlægð á toppnum, hefur sjö stiga forystu á ÍBV og sex á Stjörnuna.