KFS tekur í dag á móti Sindra í A-riðli 3. deildar karla en leikurinn hefst klukkan 14:00 og fer fram á Týsvellinum. Nú er liðinn sá tími sem leikir fóru ekki fram þegar það var þoka í Eyjum en þegar þetta er skrifað er svarta þoka. Flest íþróttalið koma nú með Herjólfi og því fara leikir fram við aðstæður sem ekki þekktist áður í Eyjum, eins og t.d. í dag.