Kvennalið ÍBV sækir Fylki heim í Árbæinn í 14. umferð Pepsídeildarinnar í kvöld klukkan 18:00. Segja má að fjögur lið séu að berjast um annað sæti Íslandsmótsins en eins og staðan er í dag, er Þór/KA með nokkuð öruggt forskot í efsta sætinu. Stjarnan, ÍBV, Breiðablik og Valur koma svo í einum hnapp þar á eftir og má ekkert út af bregða hjá þessum liðum, ef þau ætla sér silfrið.