Á vefnum 360cities.net er hægt að sjá ansi magnaðar myndir frá Vestmannaeyjum. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða 360° myndir víðs vegar af Vestmannaeyjum, m.a. ofan af Heimkletti, við Stafkirkjuna, ofan af Dalfjalli, innan úr Landakirkju og við Hásteinsvöll. Þannig geta þeir sem hafa ekki þorað upp á Heimaklett, séð af hverju þeir eru að missa.