Jón Ólafsson, tónlistarmaður, stýrði vinsælum þáttum á RÚV, Af fingrum fram. Eftir að sýningu þáttanna lauk, setti hann þættina upp í Salnum í Kópavogi og fékk til sín marga af fremstu tónlistarmönnum landsins, dró þá út úr skelinni og fékk þá til að segja ýmislegt sem hvergi hafði komið fram.