Nú er unnið að lokafrágangi við heilsugæslustöðina í Eyjum, en framkvæmdir hafa staðið yfir meiripart þessa árs. Á meðan hefur aðstaða heilsugæslunnar verið á þriðju hæð sjúkrahússins. Halldór Halldórsson, ráðsmaður á sjúkrahússins fór með vídeóvélina sína um framkvæmdasvæðið og má sjá afraksturinn hér. Honum líst vel á þær breytingar og lagfæringar sem nú eru á lokastigi.