Lögreglan á Selfossi fær ekki upplýsingar um inn- og úthringingar að morgni frídags verslunarmanna í Herjólfsdal. Lögreglustjórinn á Selfossi óskaði eftir upplýsingunum vegna rannsóknar á nauðgun á þjóðhátíð en Hæstiréttur hafnaði óskinni eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði samþykkt hana. Þetta kemur fram á vef Rúv.