Á mánudaginn var haldinn fyrsti fundur stýrihóps um nýjan Herjólf. Elliði Vignisson, bæjarstjóri situr fundi hópsins en auk þess eru í hópnum Eyjamennirnir Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi og Andrés Þ. Sigurðsson frá Vestmannaeyjahöfn, auk aðila frá hinu opinbera.