Útgerðarsögu Magnúsar Kristinssonar og fjölskyldu hans er lokið, fyrirtæki hennar, Bergur-Huginn hf. hefur verið selt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Í fréttatilkynningu sem Magnús hefur sent eyjafrettum segir hann: „Niðurstaðan eins og hún blasir við núna er ekki mín óskastaða. Helst hefðum við í fjölskyldunni viljað reka áfram okkar útgerð hér i Vestrnannaeyjum. Ég hef allt frá haustinu 2008 glímt við miklar skuldir við Landsbankann sem að mestu urðu til við kaup á hlutum i bankanum. Ég var þar eitt margra fómarlamba grófrar markaðsmisnotkunar eins og síðar hefur komið á daginn.