Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir mikið högg ef af sölu útgerðarinnar Bergur/Huginn, sem hefur um langt skeið verið stór og sterkur vinnustaður í Eyjum. Sérstakur aukafundur verður í bæjarráði Vestmannaeyja í hádeginu í dag þar sem farið verður yfir viðbrögð bæjaryfirvalda. Elliði segir að stærsti gallinn við fiskveiðistjórnunarkerfið sé óöryggi íbúa sjávarbyggða, auk þess sem fyrirhugaðar breytingar svipti smærri fyrirtækin rekstrargrunni.