Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti í morgun viðtöku, um borð í varðskipinu Þór, ávísun á 2,7 milljónir króna frá félögum Kiwanisklúbbsins Eldfells. Þessi veglegi styrkur er afrakstur söfnunarátaks Eldfells sem hófst í maí sl. og var markmið átaksins að búa sjúkraklefa varðskipsins Þórs sambærilegum tækjum og eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.