Það var mikið um dýrðir á Hvolsvelli um helgina. Efnt var til Kjötsúpuhátíðar sem hófst með því að nokkrir bæjarbúar buðu uppá gómsætar súpur af ýmsum gerðum – bærinn var skreyttur og fín stemning. Á laugardag voru áframhaldandi hátíðarhöld með gámsætri SS kjötsúpu og margs konar skemmtiatriðum sem lauk með dansleik í Hvolnum með Stuðbandinu þar sem ungir og aldnir tóku sporið og sungu af list.