Kvikmyndafyrirtækið Pegagus leitar nú að einstaklingum í Vestmannaeyjum til að leika í auglýsingu á vegum fyrirtækisins. Um er að ræða alþjóðlega auglýsingu sem kemur til með að birtast um allan heim. Verið er að leita að karlmanni á aldrinum 35 til 45 ára sem hefur verið til sjós. Einnig er verið að leita að konu á svipuðum aldri og börnum en viðkomandi þarf að geta gefið sér fjóra daga í auglýsingagerðina.